Að stilla inn stöðina

Það eru fleiri en ein leið til þess að horfa á efni ÍNN gegnum sjónvarpið þitt. Auk þess er hægt að horfa á þættina gegnum netið, með því að smella á 'Horfa á þætti', hér fyrir ofan.

Hægt er að ná ÍNN á sjónvarpið þitt með eftirfarandi leiðum:

 • Sjónvarp í gegnum ADSL eða ljósleiðara
 • Með myndlykli frá Digital Ísland..
 • Ef sjónvarpið þitt hefur innbyggðan stafrænan móttakara (DVB-T)..
 • Eða með myndlykli frá þriðja aðila..

Sjónvarp í gegnum ADSL eða ljósleiðara

Sjónvarp í gegnum ADSL nettengingu eða ljósleiðara verður sífelt algengara á Íslandi og bæði Vodafone og Síminn bjóða uppá sjónvarp í gegnum ADSL eða ljósleiðara. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við Vodafone eða Símann og byðja um að láta stilla þessa þjónustu fyrir þig. Hægt er að nálgast upplýsingar um þessar þjónustur með því að smella á eftirfarandi tengla.

Digital Ísland:

Til að ná inn nýjum stöðvum á borð við RÚV+, ÍNN og NBATV á Digital Ísland myndlykilinn gætir þú þurft að gera eftirfarandi:
 • Slökktu og kveiktu á myndlyklinum
 • Ef beðið er um að uppfæra hugbúnað myndlykils, skal velja OK og bíða í 2-6 mínútur.
 • Eftir að uppfærslu lýkur ætti myndlykill að endurræsa sig.
 • Því næst skal velja aðalvalmynd myndlykils með því að velja MENU á fjarstýringunni
 • Fara skal í sjálfvirka leit, velja OK
 • Ef slá þarf inn pin-númer, þá er það sjálfkrafa 0-0-0-0, nema því hafi verið breytt.
 • Velja skal OK
 • Sjálfvirk leit tekur 2-7 mínútur. Nánari upplýsingar um Digital Ísland myndlykilinn er að finna hér: http://www.vodafone.is/

Innbyggður stafrænn móttakari (DVB-T):

Flest sjónvarpstæki sem eru framleidd í dag hafa svokallaðan DVB-T móttakara eða 'innbyggðan stafrænan móttakara'. Með slíkum móttakara er þá hægt að ná öllum fríu stafrænu sjónvarpsstöðvunum án þess að borga neina áskrift.

Spurðu þann sem seldi þér sjónvarpið þitt hvort í því sé stafrænn móttakari eða lestu leiðbeiningarnar með tækinu til að fá upplýsingar um hvernig stafrænar stöðvar eru stilltar inn.

Ef þú ert ekki með stafrænan móttakara eða áskrift að Digital Ísland, gæti þriðji kosturinn reynst hagkvæmastur..

Myndlykill frá þriðja aðila:

Flestir þeir aðilar sem sérhæfa sig í loftnets- og gervihnattabúnaði eru með til sölu hjá sér stafræna móttakara, sem taka við DVB-T útsendingum gegnum UHF eða örbylgju. Með slíkum afruglara er þá hægt að ná öllum fríu stafrænu sjónvarpsstöðvunum án þess að borga neina áskrift.

Hér fylgir listi yfir nokkra þá aðila sem selja slíka myndlykla. Geta þeir veitt nánari upplýsingar um sínar vörur og þann loftnetsbúnað sem þarf til að njóta stafrænna útsendinga:

 
 
 

Að stilla inn stöðina

Innskrá