Janúar - 2017

30. janúar 2017

Umsjón: Áskell Þórisson. Í þriðja þætti er rætt við Jón Jónsson, fræverkunarstjóra Landgræðslunnar, Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, forstöðumann Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Guðmund Halldórsson, rannsóknastjóra Landgræðslunnar. Jón segir frá fræverkun í Gunnarsholti; Hafdís Hanna fjallar um starfsemi Landgræðsluskólans en Guðmundur segir frá meindýrinu ertuyglu. Horfa

23. janúar 2017

Umsjón: Áskell Þórisson. Í þættinum er rætt við Guðmund Halldórsson, rannsóknastjóra Landgræðslunnar um hlýnun lofthjúpsins og fjölgun skógarmeindýra. Þá ræðir Guðmundur um innflutning plantna til Íslands og hættur sem eru því samfara. Í þættinum er einnig við Esther Guðjónsdóttur, formann Landgræðslufélags Hrunamanna um félagið. Esther segir auk þess frá safni sem hún er með heima hjá sér á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Horfa

16. janúar 2017

Í þættinum er rætt við Magnús H. Jóhannsson, Landgræðslunni, um seyru sem áburðargjafa. Einnig er rætt við Kristinn Jónsson, bónda á Staðarbakka í Fljótshlíð um landgræðslu bænda. Stjórnandi þáttarins er Áskell Þórisson. Horfa
 

Aðrir þættir

 
 
 
 

Græðum landið

Innskrá